*

Hitt og þetta 21. júní 2018

Instagram kynnir nýjan valmöguleika

Valmöguleikinn felst í því að notendur geta birt myndbönd sem eru allt að klukkutími að lengd.

Instagram hefur kynnt til leiks nýjan valmöguleika á samskiptamiðlinum. Þessi nýi möguleiki felst í því að notendur Instagram geta birt myndbönd sem eru allt að klukkutími að lengd, en hingað til hafa notendur Instagram aðeins getað birt myndbönd sem eru að hámarki ein mínúta að lengd. Þessi nýi möguleiki heitir IGTV. Frá þessu er greint á vef BBC.

Ekki er enn ljóst hvort að þessi lengri myndbönd myndu innihalda auglýsingar eða hvort vinsælir notendur myndu fá greitt fyrir efnið sitt, svipað og tíðkast hjá YouTube. Kevin Systrom, stofnandi Instagram, segir að það liggi ekkert á að taka ákvörðun um það.

Stikkorð: Instagram  • IGTV