*

Tölvur & tækni 27. janúar 2013

Intel gefst upp á borðtölvunni

Intel ætlar að hætta framleiðslu á móðurborðum fyrir borðtölvur eftir þrjú ár.

Tæknifyrirtækið Intel sem meðal annars framleiðir örgjörva og móðurkort virðist hafa gefist upp á borðtölvum. Fyrirtækið ætlar sér að hætta framleiðslu á móðurborðum fyrir borðtölvur eftir þrjú ár. Þetta kemur í kjölfarið á því að sala á borðtölvum hefur minnkað mikið á undanförnum misserum. Fjallað er um framtíð borðtölvunnar á vef Politiken í Danmörku.

Fleiri aðilar framleiða móðurkort en Intel er eitt stærsta fyrirtækið á þessum markaði. Intel ætlar nú alfarið að framleiða móðurkort fyrir fartölvur, snjallsíma og spjaldtölvur.

Stikkorð: Intel