*

Tölvur & tækni 13. júní 2014

iOS 8 kemur í haust

Apple boðar margar nýjungar í stýrikerfum sínum, sem eiga að samþætta þau frekar og notendurna líka.

Á mánudag hófst í San Francisco hin árlega, alþjóðlega forritararáðstefna Apple, WWDC. Þar var kynnt næsta útgáfa beggja stýrikerfa Apple, bæði iOS sem notað er í lófatæki, og Mac OS X, sem notað er á tölvur frá Apple. Hvort tveggja kemur út með haustinu.

Óhætt er að segja að þær nýjungar sem þar komu fram hafi mælst vel fyrir, en þó ekki síst hvernig Apple hyggst samþætta og samræma vinnsluna milli hefðbundinna tölva og lófatækjanna.

Apple mun opna fyrir skráarflutninga á milli þessara tækja, sem þykja ekki stórfengleg tíðindi, en vegna þess að tækin „vita“ hvert af öðru og eru skráð á tiltekna notendur þýðir það að það má stunda eins konar boðhlaup á milli þeirra. Menn geta verið að skrifa töluvpóst á símann sinn en flutt sig í miðjum klíðum yfir á tölvuna án þess að þurfa að grípa til sérstakra aðgerða eins og að vista tölvupóstinn sem uppkast og loka.

Nánar er rætt við Guðmund í Eftir Vinnu blaði Viðskiptablaðsins sem kom út 12. júní 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Apple  • iOS 8