*

Tölvur & tækni 12. desember 2011

iPad 3-tölva væntanleg í vor

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er langt komið með þróun á nýrri iPad-tölvu. Hún er sögð fara í framleiðslu eftir áramótin.

Ný iPad-spjaldtölva frá Apple fer í framleiðslu eftir áramótin og kemur á markað í mars eða apríl.

Netmiðillinn DigiTimes bendir á að hinar spjaldtölvur Apple hafi komið á markað um þetta leyti. Þá sé það vísbending um það sem koma skal að Apple hefur dregið úr framleiðsluhraðanum á iPad 2.

Stikkorð: iPad  • ipad 3  • ipad 2