*

Tölvur & tækni 23. júlí 2014

iPad selst illa

Spjaldtöluvnotendur virðast ekki finna þörf fyrir því að endurnýja sífellt tölvuna fyrir nýjasta módelið.

Sala á iPhone hefur aukist undanfarin misseri en á sama tíma virðist iPad æðið vera að fjara út. Á síðasta ársfjórðungi seldust 13,3 milljónir iPad alþjóðlega en það er 9 prósent lækkun miðað við sama tímabil í fyrra og 19% lækkun miðað við janúar til mars tímabilið á þessu ári. Þessu greinir The Guardian frá.

Þrátt fyrir að iPad hafa verið vinsælir í skólum, á vinnustöðum og meira að segja hjá flugfélögum má túlka það að sala á iPad féll tvo ársfjórðunga í röð sem svo að iPad æðið sé senn á enda. Spjaldtölvumarkaðurinn átti almennt í erfiðleikum með sölu á síðasta ársfjórðungi en sala dróst saman á öllum markaðnum vegna samkeppni við snjallsíma með stærri skjá. 

Ástæða þess að sala á iPad hefur dregist saman gæti einfaldlega verið sú að þeir sem kaupa sér spjaldtölvu eru lítið í því að endurnýja tölvuna á eins til tveggja ára fresti þegar ný tækni kemur á markaðinn. Það er hins vegar ákveðiðnn „status" að gera það með iPhone og sýna að maður eigi nýjustu og flottustu græjuna.

Stikkorð: iPad  • Apple