*

Tölvur & tækni 22. ágúst 2014

iPhone 6 gæti tafist

Vegna erfiðleika í framleiðslu gæti kynning iPhone 6 tafist.

Það gæti þurft að fresta útgáfu nýs iPhone 6 vegna þess að framleiðendur símans eiga í miklum vandræðum með að ná að framleiða nógu marga stærri iPhone skjái til að svara fyrstu pöntunum.

Framleiðslu hefur einnig raskað eitthvað vegna endurhönnunar á hugbúnaðinum, óvíst er hvort það muni þó seinnka símanum.

Búist er við að iPhone 6 verði kynntur á fjölmiðlafundi 9. september næstkomandi.  

Stikkorð: iPhone 6