*

Tölvur & tækni 20. september 2014

Iphone 6 kominn í sölu á Íslandi

Nýr Iphone 6 kostar nú 159.990 krónur, en einungis um takmarkað upplag er að ræða.

Iphone 6, er kominn í sölu á Íslandi og verður fyrst um sinn seldur í takmörkuðu magni í verslun Nova í Kringlunni.

Apple hefur ekki gefið út hvenær síminn kemur í almenna sölu á Íslandi, en fyrstu löndin fengu símann í sölu í gær. Þá munu næstu lönd í röðinni fá símann í sölu þann 26. september. Líklegt þykir að Ísland komi þar á eftir.

Í tilkynningu frá Nova segir að Iphone 6 kosti nú 159.990 krónur á meðan einungis takmarkað upplag er í boði. Verðið muni líklega lækka um 40 þúsund þegar síminn kemur formlega til Íslands.

Stikkorð: iPhone 6