*

Tölvur & tækni 3. nóvember 2017

iPhone X lentur

Þúsundir eru á biðlista eftir iPhone X hér á landi.

iPhone X eða iPhone Tíu, er lentur og fyrstu símarnir komnir í verslanir á Íslandi. 

Tíu stendur fyrir tíu ára afmæli iPhone, en í sumar varð síminn tíu ára. Tían kemur í silfur eða gráum lit sem eru bæði gullfallegir. Þetta er fallegur sími og svipar hann til fyrsta iPhone símans. Stærð Símans er mitt á milli iPhone 8 og iPhone 8 plus og fer hann vel í hendi.

Þetta er fyrsti OLED skjárinn sem Apple notar og er hann 5,8 tommur og í aðeins öðruvísi hlutföllum en 16:9 eins og áður. Þessi skjár er aðeins hærri. iPhone 8 plus skjárinn er 5,5 tommur. Skjárinn skilar bjartari litum og alveg svörtum svörtum. Hliðarnar eru úr glansandi ryðfríu stáli en annars er síminn úr hertu og sterku gleri.  Þar er enn að finna takka fyrir hljóðstyrk og hljóðleysi.

Heim-takkinn er farinn og í stað fingrafaralesa er kominn myndabúnaður sem notar andlit til að aflæsa símanum, eða FaceID.  FaceID notar infrarautt ljós, sem sést ekki með mannsauganu til að ná andslitmynd til að þekkja eiganda sinn. 

Aftan á símanum er að finna tvær linsur með 12 megapixla gæði og hristivörn. Linsurnar gera þér kleift að taka portrait-myndir sem setja bokeh-áhrif myndirnar þannig að bakgrunnur sé blörraður burt til að setja áherslu á myndefnið fremst. Þökk sé glerbakinu þá styður síminn nú þráðlausa hleðslu. Ekki nóg með það, heldur styður síminn einnig hraðhleðslu og getur hlaðið símann upp í 50% á hálftíma. Síminn er útbúinn A11 Bionic örgjörva Apple sem gerir hann ótrúlega hraðvirkan og virkjar viðbótarveruleika, eða Agumented Reality. Þúsundir manna eru á biðlista eftir símanum hjá Nova þessa dagana.

 

 

 

 

 

 

Inklaw Clothing hönnuðu sérstök dress á starfsfólk Nova við tilefnið með skírskotun í X-ið.