*

Sport & peningar 7. júní 2013

Ísland er skilvirkasta liðið í sínum riðli

Íslenska landsliðið á fæst skot á mark andstæðinga á sama tíma og hlutfall heppnaðra sendinga er með lægsta móti.

Íslenska landsliðið er skilvirkasta liðið í sínum riðli fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en nær að sama skapi fæstum skotum á mark andstæðinganna. Þetta er á meðal niðurstaðna tölfræðigreiningar OPTA um riðil íslenska liðsins.

Þar kemur einnig fram að Íslenska liðið er með næst lélegasta hlutfallið í heppnuðum sendingum á vellinum. Leikmenn Íslands hitta á samherja í 70,47% tilfella en einungis Norðmenn eru þar aftar en við. Sendingar á samherja eru svo enn verri þegar einungis sendingar á vallarhelmingi andstæðinga og síðasta þriðjungi vallarins eru skoðaðar.

Fyrir leiki kvöldsins er íslenska liðið í öðru sæti riðilsins en Sviss vermir efsta sætið. Tölurnar úr greiningunni má sjá hér að neðan:

Fjöldi skota: Noregur 60, Sviss 57, Slóvenía 52, Albanía 51, Kýpur 35 og Ísland 31.

Sendingarhlutfall (%) á vellinum: Sviss 83,1, Kýpur 75,55, Albanía 72,6, Slóvenía 72,04, Ísland 70,47 og Noregur 69,43.

Sendingarhlutfall (%) á helmingi andstæðinga: Sviss 77,91, Kýpur 65, Slóvenía 63,71, Albanía 62,93, Noregur 60,45 og Ísland 58,31.

Sendingarhlutfall (%) á síðasta þriðjungi vallarins: Sviss 69,02, Kýpur 59,14, Slóvenía 57,08, Noregur 54,67, Albanía 54,13, Ísland 47,56.

Stikkorð: Knattspyrna  • KSÍ