*

Ferðalög & útivist 17. desember 2021

Ísland friðsælast fyrir ferðamenn

Ferðavefurinn Frommer's hefur útnefnt Ísland friðsælasta landið fyrir ferðamenn að heimsækja.

Ísland hefur verið útnefnt friðsælasta landið fyrir ferðamenn að heimsækja, samkvæmt árlegum lista sem ferðavefurinn Frommer's gefur út.

Frommer vitnar í úttekt Global Peace Index (GPI) þar sem Ísland var útnefnt friðsælasta ríki heims árið 2021. Þess má geta að Ísland hefur setið í efsta sæti lista GPI 14 ár í röð. Auk þess segir í frétt Frommer að íslenska vatnið sé með því hreinasta sem fyrir finnst.

Stikkorð: Ísland  • ferðamenn