
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun. Listann er hægt að skoða hér.
Íslenska karlalandsliðið hefur staðið í stað á listanum síðan í október. Ef miðað er við desember í fyrra, þá hefur liðið færst upp um fimmtán sæti á listanum, en fyrir ári var liðið í 36. sæti listans. Eflaust hefur glæsilegur árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi haft sitt að segja.