*

Tölvur & tækni 2. október 2013

Ísland leikur stórt hlutverk hjá Samsung

Samsung hefur framleitt sjónvarp sem býður upp á það allra nýjasta í sjónvarpstækni. Myndefni frá Íslandi er notað við kynningar.

Sjónvarpstækið Samsung UHD 3D snjallsjónvarp er komið til landsins. Þetta er án efa fullkomnasta sjónvarpstæki fyrir heimili sem völ er á í dag. Samsung hefur kynnt og auglýst snjallsjónvarpið um víða veröld með myndum og myndbandi af íslenskri náttúrufegurð og má sjá marga fallega staði á Íslandi bregða fyrir.

Fram kemur í tilkynningu að tækið er úr 9905 seríunni og með 4K upplausn sem er fjórfalt meiri upplausn en önnur tæki í fremstu röð á markaðnum bjóða upp á. Sjónvarpstækið er einnig með hinni svokölluðu Precision Pro Black tækni frá Samsung sem tryggir afar fullkomin myndgæði. Tækið er með Ultra HD og Quad Core örgjörva og er 1000Hz sem er það besta sem er í boði í dag.

Skúli Oddgeirsson, verslunarstjóri í Samsung setrinu, þar sem nýja tækið er til sölu í 55“ og 65“ stærðum, segir að nýju Samsung sjónvarpstækin séu með enn fullkomnari Smart Interaction tækni sem hægt er að nota til að stjórna tækjunum með tali eða hreyfingum. Þá eru tækin orðin enn öflugri í forritum, vefvafstri og fleiru í gegnum Smart Hub.

Stikkorð: Samsung  • Samsung TV