*

Ferðalög & útivist 4. mars 2014

Ísland á lista yfir spennandi staði að mati NYT

Í The New York Times er farið yfir þá staði sem teljast mest spennandi árið 2014.

Það er vel þess virði að lesa grein um spennandi staði árið 2014 í The New York Times. Þar er farið yfir yfir fimmtíu staði sem fólk ætti að heimsækja árið 2014.

Í þrítugasta sæti er Ísland. Þar er mælt með ferð á hálendið áður en það verður of seint. Þar er heldur dökk mynd dregin upp af ástandinu í náttúruvernd á Íslandi. Rætt er um virkjunaráform núverandi ríkisstjórnar og þar sem nú er fallegt landslag verði hugsanlega steyptir vegir, rafmagnslínur lagðar og verksmiðjur byggðar um allt hálendið í framtíðinni. 

Greinin er öll hin fróðlegasta, myndirnar sláandi og staðirnir, sem koma fyrir í henni, eru ekki endilega í alfaraleið.

Í fyrsta sæti er Höfðaborg í Suður-Afríku. Í ár er borgin Hönnunarborg heimsins eða World Design Capital. Mælt er með heimsókn til borgarinnar fyrir þau sem vilja upplifa sköpunarkraft, gullfallegt landslag og hönnun.

Christchurch á Nýja Sjálandi er í öðru sæti. Fyrir þremur árum reið jarðskjálfti yfir miðborgina og gjöreyðilögðust stórir hlutar hennar. En borgarbúar hafa sýnt ótrúlega þrautsegju við að byggja hana upp og taka á móti ferðamönnum á ný.

Norðurströnd Kaliforníu er í þriðja sæti. Þar er náttúrufegurð mikil og alls konar skemmtilegt að gera fyrir fólk sem vill upplifa fjölbreytt náttúrulíf og ganga á fjöll og firnindi.

Alla greinina má svo lesa hér.