*

Ferðalög & útivist 12. mars 2013

Ísland á lista CNN yfir súrrealískar náttúrumyndir

Ísland er á lista CNN yfir náttúrumyndir sem þykja súrrealískar og minna á annan heim.

Hver er súrrealískasti staður sem hægt er að heimsækja? Spurt var á vefsíðunni Quora.com.

Svörin voru yfir hundrað en fréttamiðillinn CNN birtir mögnuðustu myndirnar á fréttasíðunni sinni. Ísland komst á lista og er í hópi landslagsmynda sem CNN birtir á síðunni sinni. 

 

 

 Crescent vatn í Kína: Í Gansu héraði í Norðvestur-Kína er að finna stöðuvatn í miðri Gobi eyðimörkinni. Vatnið sem er fimm metra djúpt var einu sinni í mikilli hættu á að þurrkast upp þar til stjórnvöld gripu inn í árið 2006 með aðgerðum til að sporna við því. Meðal annars var bændum bannað að grafa brunna nálægt vatninu. 

 

The Wave, Arizon, Bandaríkin: Sandsteinninn í Arizona hefur fengið þetta magnaða útlit vegna vinda sem hafa blásið um hann. Aðeins tuttugu manns fá að ganga um svæðið á hverjum degi svo það er nauðsynlegt að mæta snemma í túristaröðina. 

 

Retba vatn í Senegal: Þetta vatn sem er þrír metrar á dýpt er eins og kandífloss á litinn þökk sé Dunaliella salina þörungum sem vaxa í vatninu. Bleiki liturinn er mest áberandi þegar þar er þurrkur, frá nóvember og fram í febrúar.

 

 

 

 

 

 

Derweze, Túrkmenistan. Túrkmenska orðið Derweze þýðir hlið en Derweze hefur verið líkt við hliðið að víti. Gígurinn sem er sjötíu metrar á breidd logar stanslaust. Gígurinn er gerður af mannavöldum. Borað var fyrir gasi árið 1970 en borinn braut gat í jörðina og þá opnaðist stór “sinkhole” og gas lak út í miklum magni. Jarðfræðingar kveiktu síðan í gasinu, í þeirri von að brenna upp eldfimu efnin en eldurinn logar glatt enn þann dag í dag. 

 

Íshellir í Skaftafelli. Undir jöklinum er að finna íshelli sem er oftast dimmur nema í janúar og febrúar þegar rigniing skolar burtu efsta laginu af jöklinum og birtan kemst inn í hellinn. 

Stikkorð: Landslag