*

Sport & peningar 24. janúar 2014

Ísland náði fimmta sæti

Árangur íslenska landsliðsins var mjög góður á Evrópumótinu í handbolta.

Ísland vann Pólverja í leik um fimmta sæti á Evrópumótinu í handbolta sem lauk núna rétt fyrir klukkan hálffimm. Þátttöku Íslendinga í mótinu er því lokið. 

Þegar uppi er staðið er árangur liðsins mjög góður þegar litið er til þess að liðið tapaði einungis tveimur leikjum á mótinu. Það var leikur á móti Spánverjum, sem eru heimsmeistarar, og Dönum sem eru Evrópumeistarar. 

Íslendingar unnu upp fjögurra marka forskot sem Pólverjar höfðu í fyrri hálfleik og enduðu svo á því að vinna leikinn með einu marki, 28 gegn 27. 

Stikkorð: Handbolti