*

Ferðalög & útivist 11. maí 2013

Ísland ofarlega á lista Lonely Planet

Átta bækur hafa komið út um Ísland fyrir erlenda ferðalanga. Bækur um Kína, Ítalíu og Tyrkland seljast betur en um Ísland.

Ferðahandbók um Ísland er i fjórða sæti yfir mest seldu ferðahandbækurnar í vefverslun Lonely Planet. Það eru einungis handbækur um Kína, Ítalíu og Tyrkland sem skáka áttundu útgáfu af bókinni um Ísland.

Bækur Lonely Planet eru vel þekktar víða um heim og þykja jafnan áreiðanlegar fyrir ferðamenn sem vilja leita sér upplýsinga um staði sem þeir hyggjastheimsækja.

Stikkorð: Lonely Planet