*

Ferðalög 20. janúar 2013

Ísland ofarlega á lista

Ísland er í sjöunda sæti á lista Lonely Planet yfir bestu löndin til að ferðast til á árinu 2013.

Ísland er í sjöunda sæti á lista Lonely Planet yfir bestu löndin til að ferðast til á árinu 2013 samkvæmt heimasíðu Lonely Planet. Sri Lanka, Svartfjallaland og Suður-Kórea verma þrjú efstu sætin á listanum.

Í umfjöllun um Ísland kemur fram að allir ferðamenn þrói með sér skilyrðislausa ást á landinu og er lambakjöti, fiski og gestrisni Íslendinga hrósað. Þá er gengisfall krónunnar ekki síður talin góð ástæða til að líta við hingað á klakann.