*

Sport & peningar 9. október 2013

Ísland sett til hliðar vegna norsks skemmtiþáttar

TV 2 ætlar ekki að senda beint út frá landsleik Íslands og Noregs á aðalrásinni í næstu viku.

Norska sjónvarpsstöðin TV 2 ætlar ekki að sýna beint frá landsleik Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 á þriðjudag í næstu viku. Í staðinn verður nýr skemmtiþáttur frumsýndur á sjónvarpsstöðinni. Landsleikurinn verður hins vegar sendur út á hliðarrásinni Zebra.

Leikið verður á Ullevaal-vellinum í Noregi og hefst hann klukkan 20 að staðartíma. Í norska miðlinum VG kemur fram að ekki sé reiknað með miklu áhorfi á leikinn. Fram kemur í VG að hálf milljón manna hafi horft á leik Noregs gegn Sviss en rúmlega 460 á leik leik landsliðsins gegn Kýpur. Talið er að áhorfið verði meira á skemmtiþáttinn á TV 2.  

Talsmaður norska knattspyrnusambandsins er ekki sáttur við ákvörðun TV 2 en hann telur um brot á samningi að ræða.

Stikkorð: Landsleikur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is