
Íslandsmót í götuhjólreiðum var haldið í gær sunnudaginn 28. júlí. Í kvennaflokki voru 78km hjólaðir, frá Nesjavöllum um Þingvelli, og snúið við nærri afleggjara inn í Grímsnes. Í karlaflokki voru hjólaðir 101km, frá Nesjavöllum að Laugarvatni og til baka. Hjólreiðakappinn Andy Schleck, sem sigraði Tour De France 2010, ræsti keppendur.
Sigurvegararnir í báðum flokkum koma úr Tindi, en María Ögn Guðmundsdóttir vann í kvennaflokki og Ingvar Ómarsson var hlutskrapastur í karlaflokki.
Í öðru sæti Í kvennaflokki var Ása Guðný Ásgeirsdóttir og í því þriðja var Margrét Pálsdóttir, báðar úr HFR. Í öðru sæti í karlaflokki var Hafsteinn Ægir Geirsson úr Tindi og í því þriðja var Árni Már Jónsson í HFR.
Ljósmyndari Viðskiptablaðsins, Haraldur Guðjónsson, var á staðnum og tók myndir af keppendum auk þess sem hann tók viðtal við Andy Schleck, sem horfa má á hér.