*

Sport & peningar 21. október 2013

Íslendingar mæta Króötum

Íslendingar mæta Króötum i umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu.

Íslendingar mæta Króötum í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu. Tveir leikir fara fram í næsta mánuði og mun annar þeirra verða spilaður á Laugardalsvelli. 

Ljóst varð að Íslendingar myndu taka þátt í umspili um sæti á HM eftir jafntefli á móti Noregi í síðustu viku. 

Sex lið spila um sæti á HM, auk Íslendinga og Króata. Portúgalar mæta Svíum, Úkraína mætir Frakklandi og Grikkir mæta Rúmenum.