*

Hitt og þetta 19. apríl 2006

Íslendingar sólgnir í breiðbandið

Netið tengir saman fólk og það gæti verið ástæðan fyrir því að eitt afskekktasta land veraldar, Ísland, hefur flesta nýja breiðbandsnotendur, samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var á vegum OECD, segir í frétt á heimasíðu PC World.

Ísland trónir nú í efsta sæti yfir þau lönd þar sem flestir íbúar hafa nýlega fengið sér háhraða breiðbandsnettengingu en við vorum með 26,7 breiðbandsnotendur fyrir hverja 100 íbúa við lok árs 2005. Í sætinu fyrir neðan okkur er það land sem skipaði fyrsta sætið árið áður, Suður-Kórea, en þar eru 25,4% íbúana með breiðbandstengingu. Þriðja sætið skipar Holland þar sem 25,3% íbúana eru með breiðbandstengingu og í Danmörku eru 25% allra íbúa með breiðbandið.

Niðurstöðurnar undirstrika þá auknu kröfu Evrópubúa um háhraða netteningar, segir í fréttinni, þar sem Finnland (22,5%), Noregur (21,9%), Svíþjóð (20,3%) og Belgía (18,3) voru einnig í tíu efstu sætunum yfir þau lönd með þar sem breiðbandstengingin er að sækja í sig veðrið. Hvert þessara landa jók við sig sex breiðbandsnotendum fyrir hverja 100 íbúa árið 2005.

Bandaríkin voru með flesta breiðbandsnotendur innan OECD eða um 49 milljónir, sem er um 31% af öllum þeim sem nota breiðbandið innan OECD. Breiðbandsnotendum innan OECD landanna fjölgaði úr 136 milljónum í júní 2005 í 158 milljónir í desember sama ár.