*

Ferðalög 3. nóvember 2015

Íslendingur stýrir einum vinsælasta veitingastað Berlínar

Victoría Elíasdóttir heillar nú Berlínarbúa með veitingastað sínum, Dóttir. Hún er systir Ólafs Elíassonar listamanns.

Ásta Andrésdóttir

Veitingastaðurinn Dóttir er meðal þeirra allra vinsælustu í Berlínarborg um þessar mundir. Þar ræður ríkjum matreiðslumeistarinn Victoría Elíasdóttir sem er 27 ára og hálf-íslensk. Skandinavískir réttir eru þar á borðum og er sérstök áhersla lögð á fiskmeti. 

Þess má geta að Victoría er yngri systir listamannsins Ólafs Elíassonar. Hún stýrði einmitt eldhúsi vinnustofu hans áður en hún opnaði þennan stað í Mitte-hverfinu í húsnæði sem hafði staðið autt í 37 ár.

Biðin eftir borði á Dóttir er tvær vikur, enda hafa alþjóðlegir matargagnrýnendur keppst við að lofa hann í hástert, meðal annars Bloomberg fréttaveitan.

Fjallað er um heimsborgina Berlín í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, sem er nýkomið út. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.