*

Hitt og þetta 1. október 2004

Íslensk Apple verslun opnar í Kaupmannahöfn

Í dag opnaði Apple verslun í Kaupmannahöfn en þetta mun vera fyrsta sérhæfða Apple verslunin í Danmörku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að áhuginn hafi verið þvílíkur fyrir opnuninni að yfir 100 manns voru í svefnpokum fyrir utan verslunina aðfaranótt föstudagsins. Þar segir ennfremur að lögreglan hafi líkt þessu við tónleika svo mikill var ágangurinn á fyrstu tímum opnunarinar. Apple verslunin í Kaupmanna höfn er í eigu Öflun ehf/ Apple IMC á Íslandi.

"Apple hefur án efa verið það fyrirtæki í upplýsingatækni sem hefur verið að gera áhugaverðustu hlutina á undanförnum árum. Ævintýri þetta byrjaði með endurkomu Steve Jobs til Apple, iMac tölvunni, iPodinum og síðan nýju stýrikerfi Apple sem kom út snemma á árinu. Það má búast við því að þessi vöxtur haldi áfram næstu árin og hvergi bilbug á hönnuðum Apple að sjá, sem halda áfram að senda frá sér tækni nýjunar sem falla að neytenda," segir í tilkynningu félagsins.