*

Menning & listir 13. apríl 2014

Íslensk gallerí í brennidepli

MARKET-listamessan var haldin í níunda skipti í Stokkhólmi um síðastliðna helgi.

Íslensku galleríin Hverfisgalleríog i8 eru frábær. Þrátt fyrir smæð landsins er Ísland með mjög öfluga listasenu allt frá níunda áratugnum. Íslendingar eiga fjölda spennandi listamanna á borð við Ragnar Kjartansson sem var uppgötvaður á Feneyjatvíæringnum en einnig er þess virði að kíkja á Hrafnhildi Árnadóttur, sem gengur undir listamannsnafninu Shoplifter.“ Þetta sagði listgagnrýnandinn Dennis Dahlqvist í umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins SVT um hvað bæri hæst á listamessunni MARKET Art Fair sem fór fram um síðustu helgi í Stokkhólmi. Hann fullyrti að íslensku galleríin tvö stæðu upp úr á meðal þeirra 39 norrænu listagallería sem tóku þátt í messunni. 

Leiðandi listamessa á Norðurlöndunum
Þetta var í níunda skiptið sem MARKET listamessan er haldin en hún er ein af fjölmörgum kaupstefnum fyrir myndlist í heiminum. Að sögn Joönnu Sundström, eins af stjórnanda hennar, hefur hún tekið miklum breytingum frá upphafi. „Það var alveg markviss ákvörðun hjá okkur að halda gæðum hennar eins miklum og kostur er. Við höfum tekið eftir því að áhugi fer mjög vaxandi hjá galleríum, söfnurum og öðrum gestum messunnar,“ segir Sundström en hún bætir því við að í fyrra hefðu í kringum 6.000 manns sótt messuna og það líti út fyrir að aðsóknarmet hafi verið slegið í ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.