
Kjötsúpa er án efa einn af þjóðarréttum Íslendinga enda stútfull af íslensku og næringarríku hráefni. Svo bragðast hún einstaklega vel. Á heimasíðunni http://lambakjot.is/heim.aspx má finna mikið magn uppskrifta þar sem lambakjöt er í aðal hlutverki.
Íslensk kjötsúpa
Hráefni
c.a 3 L vatn
2.5 kg kjöt á beini
400gr rófur
400gr kartöflur
200gr gulrætur
40gr hrísgrjón
1 stk lítill laukur
c.a 5 c.m púrrulaukur
c.a 5 msk súpujurtir
c.a 2 msk salt
svartur pipar
Leiðbeiningar
Setjið vatnið í pottinn, skerið kjötið niður í bita og fituhreinsið ef þið viljið.
Setjið kjötið í pottinn og látið suðuna koma upp.
Fleytið mest allan soran ofan af kjötinu og látið suðuna koma upp.
Skerið niður grænmetið niður eins smátt og þið viljið.
Setjið svo allt saman í pottinn og sjóðið í c.a 60 mín frá því kjötið fór í pottinn.