*

Menning & listir 1. desember 2012

Íslensk list á Miamiströnd

Ein stærsta kaupstefna heims verður haldin á Miami en tvö gallerí taka þátt með verk eftir íslenska listamenn.

Art basel kaupstefnan í Miami Beach verður haldin í ellefta skipti þann 6. desember næstkomandi, en kaupstefna sú er með þeim stærstu í heiminum og vís áfangastaður allra helstu listverkasafnara. Stærstu og þekktustu gallerí heimsins munu koma til með að sýna á kaupstefnunni en þeirra á meðal eru tvö gallerí sem hafa verk eftir íslenska listamenn á sínum snærum.

Hið íslenska i8 gallerí mun meðal annars sýna myndbandsverk eftir Egil Sæbjörnsson, Eleven Rivington frá New York mun sýna verk eftir Katrínu Sigurðardóttur og að lokum verður upptaka af gjörningi Ragnars Kjartanssonar, Bliss, sem sigraði á Performa hátíðinni í fyrra, sýnd þar frá morgni til kvölds.