*

Tölvur & tækni 14. október 2012

Íslensk náttúra fyrirmynd í nýjum tölvuleik

Leikurinn God of Blades gefur spilurum forskot ef þeir spila leikinn inni á bókasöfnum.

Tölvuleikurinn God of Blades, sem fjármagnaður var í gegnum vefsíðuna Kickstarter, kom út á dögunum fyrir iPhone síma og iPad spjaldtölvur. Leikurinn er áhugaverður fyrir þær sakir að listrænn stjórnandi leiksins, Jason Rosenstock, segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af íslenskri náttúru og að hún hafi því leikið mikilvægt hlutverk í útlitshönnun hans.

Leikurinn er sjálfur ekki sérstaklega frumlegur, en hann snýst um draugakonung sem hleypur um og berst við skrýmsli og aðra andstæðinga. Spilarinn stjórnar ekki kónginum sjálfum, heldur sverði hans.

Það sem gerir leikinn áhugaverðan er áhersla höfundanna á bækur og bókasöfn. Ef leikurinn er spilaður inni á bókasafni geta spilarar fengið sérstök sverð sem þeir geta annars ekki nálgast.

Stikkorð: Tölvuleikir  • God of Blades