*

Bílar 20. nóvember 2018

Íslensk tónlist með mögnuðum bíl

Mercedes-Benz Vision EQ Silver Arrow sýningarbíllinn var frumsýndur nýverið.

Mercedes-Benz Vision EQ Silver Arrow sýningarbíllinn var frumsýndur nýverið. Þessi magnaði bíll, sem er með aðeins eitt sæti, er byggður á hinum goðsagnakennda Mercedes-Benz W 125 sportbíl sem sló heimsmetið í kappakstri árið 1937. 

Það er enn skemmtilegra að heyra tónlist sem er samin af Birgi Hilmarmssyni hljóma undir myndbandinu sem Mercedes-Benz hefur búið til um Vision EQ Silver Arrow. Birgir hefur látið mikið að sér kveða í tónlistinni.

EQ deild Mercedes-Benz sá um að búa þennan glæsilega grip til en hann er fyrst og fremst notaður sem sýningarbíll. Gamla góða Silfurörin frá 1937 var gríðarlega aflmikill á þeim tíma, alls 646 hestöfl og komst á yfir 300 km hraða. Rudolf Caracciola varð Evrópumeistari í Grand Prix kappakstri á Silfurörinni árið 1937 og sló hraðamet á bílnum. Þrír aðrir ökumenn á Silfurörinni urðu í öðru, þriðja og fjórða sæti í keppninni það árið sem sýndi vel yfirburði bílsins í kappakstri.

Hér má nálgast myndband af bílnum.