*

Tölvur & tækni 1. október 2015

Íslenska Apple-hagkerfið veltir milljörðum

Epli lækkaði afslátt á vörum til annarra verslana með Apple-vörur. Lægri afsláttur hefur áhrif á rekstur verslananna.

Ólafur Heiðar Helgason

Þjónustuaðilum og sérverslunum með Apple-vörur gekk misvel í fyrra. Skakkiturn hagnaðist um 177 milljónir króna og jókst hagnaðurinn milli ára. Hagnaður iSímans minnkaði hins vegar um meira en helming og var 3,4 milljónir króna í fyrra. Macland og iStore högnuðust árið 2013, en báðar verslanirnar skiluðu tapi árið 2014. Macland tapaði um 150 þúsund krónum og iStore rúmum 15 milljónum.

Í fyrra lækkaði Epli þann afslátt sem fyrirtækið hafði veitt öllum öðrum endursöluaðilum Apple-vara. Hörður segir Macland hafa þurft að bregðast við þessu með því að lækka þann afslátt sem fyrirtækið veitir stórum kaupendum.

„Þeir hafa tekið illa í það, en það sem hefur náttúrulega mestu áhrifin eru að það er erfitt að veita samkeppni þegar maður hefur ekkert svigrúm á verðinu. En svo er Apple markaðurinn sérstakur hvað þetta varðar. Þú labbar ekkert inn í Apple búð í Boston og færð annað verð en í Apple búð í New York. Það er bara sama Apple verðið,“ segir Hörður.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um tækni sem fylgdi með síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Apple  • Epli  • Macland