*

Matur og vín 18. júlí 2016

Íslenska brennivínið 80 ára

Ölgerðin býr til sérútgáfa á íslensku brennivíni í tilefni af áttatíu ára afmæli þess.

Eydís Eyland

Í tilefni af 80 ára afmæli íslenska Brennivínsins var ákveðið að leggja í sérútgáfu á afmælisárinu sjálfu sem síðan fékk að þroskast í tunnum í 12 mánuði. Fengnar voru til landsins þrjár mismunandi gerðir af tunnum til þroskunnar í nýjar tunnur úr hvítri eik, notaðar Bourbon tunnur frá Ameríku og svo notaðar Islay vískitunnur frá Skotlandi sem eru afar sjaldgæfar. Brennivíninu var skipt í þessar þrjár tunnugerðir þar sem það fékk að þroskast í 12 mánuði áður en því var svo blandað saman í lokaútgáfuna. 

Íslenska ríkið hóf framleiðslu á Brennivíni 1935 við afléttingu banns við sölu á sterku áfengi sem þá hafði gilt frá 1915. Svartur miði var sérstaklega valinn á flöskuna með það í huga að lágmarka aðdráttarafl vörunnar og eftirspurn. Eins og flestir vita var þetta hinsvegar upphafið að einu þekktasta merki Íslandssögunnar og Brennivín frá upphafi verið einn vinsælasti vínandi þjóðarinnar í rúm 80 ár, og hefur nafnið meira að segja orðið samnefnari yfir sterk áfengi.

80 ára afmælisútgáfan fæst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í völdum Vínbúðum ÁTVR.

Stikkorð: Ölgerðin  • Brennivín