*

Sport & peningar 20. október 2017

Íslenska kvennalandsliðið sigrar

Landslið Íslands í knattspyrnu sigraði lið Þýskalands, eitt sterkasta liðið í kvennaknattspyrnunni með 3 mörkum gegn 2.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna mætti sterku liði Þýskalands í undankeppni Heimsmeistaramótsins árið 2019 á Brita-Arena leikvellinum í Wiesbaden í Þýskalandi í dag.

Þýska liðið hefur unnið báða sína leiki í fyrstu tveimur leikjum sínum, annars vegar 6 mörk á móti engu í leik sínum gegn Slóveníu og með einu marki gegn engu gegn Tékklandi. Þýska landsliðið hefur ekki tapað leik í undankeppni HM síðan 1988, eða í 19 ár, og í síðustu undankeppni liðsins fyrir Evrópumeistaramótið fékk liðið ekki á sig mark.

Íslenska liðið sigraði lið Færeyja 8 mörk gegn en tókst nú að sigra lið Þýskalands en á tímabili var staðan 3 mörk gegn einu, en á 88. mínútu tókst þýska liðinu að minnka muninn. 

Gerði liðið harða atlögu að markinu síðustu mínúturnar og munaði ekki miklu að þeir næðu að jafna leikinn á annarri mínútu framleningarinnar.

Stikkorð: Þýskaland  • Ísland  • kvennalandsliðið