*

Sport & peningar 3. júlí 2018

Íslenska landsliðið það snyrtilegasta

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og meðlimur í landsliðsnefnd KSÍ, segir að ekkert lið á EM hafi verið snyrtilegra en það íslenska.

Morgunblaðið birti frétt þess efnis að starfsfólk FIFA hafi hrósað japanska landsliðinu fyrir fyrirmyndar snyrtimennsku á Heimsmeistaramótinu.

Í kjölfarið setti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem er einnig meðlimur í landsliðsnefnd KSÍ færslu á Facebook þar sem hann sagði frá því að húsvörður sem starfaði á leikvanginum á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 nefndi að hann hafi aldrei séð viðlíka snyrtimennsku og þó hafi hann starfað þar í áratug. 

„Ísland notaði sama búningsklefa og Japan þegar við lékum við Króatíu fyrir viku og meðfylgjandi eru tvær myndir sem ég tók eftir leik. Landsliðið skilur svona við búningsklefa eftir leiki, hvort sem það sigrar eða tapar," segir í færslunni hans Þorgríms.