*

Sport & peningar 4. júlí 2016

Íslenska landsliðinu fagnað í kvöld

Heimkomu landsliðsins verður fagnað á Arnarhóli klukkan 7:00 í kvöld eftir glæsta ferð á Evrópumeistaramótið.

Eftir ósigur Íslands gegn franska landsliðinu á heimavelli í París munu Frakkar mæta Þjóðverjum næst í undanúrslitum. Leikurinn verður á fimmtudaginn komandi klukkan 7 að íslenskum tíma, en fyrst mætir portúgalska landsliðið Walesverjum á miðvikudag á sama tíma.

Hagstæðast að veðja á Wales

Veðhlutföll hjá veðbönkum nú um hverjir verði Evrópumeistarar eru að meðaltali sem hér segir þó það geti verið munur á milli mismunandi fyrirtækja:

Þýskaland 15-8, Frakkland 19-10, Portúgal 18-5 og Wales 17-2.

Hér er hægt að lesa um hvernig mismunandi útgáfur af veðhlutföllum virka en hér er svo hægt að lesa um hvernig veðhlutföll íslenska landsliðsins þróuðust á meðan mótinu og undankeppninni stóð.

Tekið verður á móti íslenska landsliðinu klukkan 7:00 í kvöld á Arnarhóli þegar það kemur heim úr glæstri för á Evrópumeistaramótið.