*

Tölvur & tækni 31. ágúst 2014

Íslenski markaðurinn takmarkaður

Íslendingar eru í auknum mæli farnir að hanna öpp til alþjóðlegrar dreifingar.

Sæunn Gísladóttir

Snjallsímaforrit, eða öpp, hafa notið vaxandi vinsælda hér heima sem og utan. Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva hefur orðið aukin þörf á þeim og hefur markaðurinn farið vaxandi. Margir hafa séð tækifæri í því að þróa öpp og eru Íslendingar engin undantekning þar á. Sprotafyrirtæki sem þróa öpp hafa sprottið upp og mörg þeirra náð fótfestu bæði hérlendis og erlendis. Halldór Jörgensson hjá App Dynamic, sem hefur meðal annars þróað Air Server, Remote HD og Air Media Center, segir að íslenski markaðurinn sé takmarkaður og því hafa app framleiðendur á Íslandi það oft að leiðarljósi að þróa öpp á alþjóðlegan markað. Það skiptir máli að slík öpp hafi möguleika á sem mestri dreifingu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Snjallsímar  • App