*

Bílar 17. maí 2014

Íslenskt ál í bílum Benz

Nýjasti C-Class frá Mercedes Benz verður forsýndur í Hörpu á þriðjudag.

Nýjasta gerðin af C-Class frá Mercedes-Benz verður forsýnd í Hörpu á þriðjudag í næstu viku, þ.e. 20. maí. Álnotkun í C-Class Benz hefur fimmfaldast úr 10% í 50% og hefur þá létt bílinn um 100 kíló og brennsla hans minnkað. Íslenskt ál er notað í bílana.

Forsýningin á bílnum er í tengslum við ársfund Samáls í Hörpu sama dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar fundinn og Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, líka. Þá munu Gerd Götz, framkvæmdastjóri Evrópsku álsamtakanna, ræða um sóknarfærin hér á landi, og Kelly Driscoll, framkvæmdastjóri á greiningarsviði CRU, fjalla um horfur í áliðnaðinum á heimsvísu. Að lokum mun Lars Wehmeier fjalla um þróun á Mercedes-Benz C-Class og álbyltingu í bílaiðnaðinum. Wehmeier þessi er framkvæmdastjóri vöruþróunar Mercedes-Benz C-Class hjá Daimler AG.