*

Hitt og þetta 25. mars 2020

Íslenskur snjór sýndur í Svíþjóð

Sænska ríkissjónvarpið fjallaði um snjóþyngsli á norðanverðu Íslandi í veðurfréttainnslagi í umsjón Þóru Tómasdóttur.

Sænska ríkissjónvarpið Sveriges Television, eða SVT, fjallaði um mikil snjóþyngsli á Íslandi í stuttu innslagi í veðurfréttum í morgunútvarpi stöðvarinnar á dögunum.

Innslagið hófst með yfirlitsmynd tekna ofan af háum snjóskafi í bænum Bolungarvík á norðanverðum Vestfjörðum þar sem verið hefur mjög snjóþungt í vetur, auk mynda frá Siglufirði og fleiri bæjum.

Það er hin hálfíslenska veðurfréttakona og eðlisfræðingur Þóra Tómasdóttir sem tók innslagið saman og fjallaði um áhrif láþrýstisvæða í norðri sem hafi leitt til langvarandi snjótíðar á Íslandi, og mikillar uppsöfnunar snjóa á norðanverðu landinu.

Hér að neðan má sjá innslagið en Svíunum þykir greinilega mikið til koma að sjá allan þennan snjó: