*

Menning & listir 8. september 2013

Jack Nicholson hættur að leika í kvikmyndum

Hinn 76 ára gamli á erfitt með að muna línurnar sínar og því virðist sem þætti hans í kvikmyndum sé lokið.

Hinn goðsagnakenndi leikari Jack Nicholson er sagður hættur að leika í kvikmyndum. Ástæðan er sögð vera að hann geti ekki lengur munað línurnar sem hann eigi að fara með.  Radar Online og Star Magazine segja frá þessu en svo virðist sem Nicholson eigi í vandræðun með minnið en hann er orðinn 76 ára gamall. Síðasta kvikmynd þar sem sást til kappans var myndin How Do You Know sem kom út árið 2010.

Jack Nicholson hefur þrívegis landað Óskarsverðlaunum á ferlinum. Árið 1975 fyrir leik sinn í One Flew OVer the Cuckoo´s Nest, árið 1998 fyrir As Good As It Gets og fyrir aukahlutverk í myndinni Terms of Endearment árið 1984. Þá hefur hann alls verið tilnefndur 12 sinnum til Óskarsverðlauna. 

Stikkorð: Jack Nicholson