*

Bílar 23. október 2012

Jaguar ætlar F bílnum mikilvægan sess

Markmið breska bílaframleiðendans er að bíllinn fái sama sess og E bíllinn. Sá var frumsýndur fyrir 51 ári síðan.

Breski bílaframleiðandinn Jaguar kynnti nýjan tveggja sæta sportbíl á bílasýningunni í París um síðustu mánaðarmót. Bíllinn hefur verið hannaður frá grunni.

Bíllinn, sem nefnist F Type, verður boðinn í þremur útgáfum. Kraftminnsta útgáfan er 340 hestöfl, S gerðin er 380 hestöfl og sú kraftmesta nefnist S V8 og er 495 hestöfl.

Jaguar ætlar F Type að etja kappi við Porsche 911 og Boxter, Aston Martin Vantage og Nissan GTR. Bíllinn mun kosta á bilinu 60-80 þúsund pund í Bretlandi, 12-16 milljónir króna, sem er minna en bílasérfræðingar höfðu búist við.

Bílnum er ætlað að taka við af E Type sem var einn vinsælasti sportbíllinn frá Jagúar. Framleiðslan hófst árið 1961 og lauk 1974. Ekki er þó víst að þetta takist þar sem þetta hefur verið reynt áður með XK coupé en framleiðsla á honum hófst árið 1996. 

Jaguar E Type, árgerð 1961. Bíllinn var framleiddur í um 70 þúsund eintökum. Hann væri afmikill, þótti fallegur og var á samkeppnishæfu verði.

Stikkorð: Jaguar