*

Bílar 17. október 2019

Jaguar I-Pace bíll ársins 2020

Að mati dómnefndar Bandalags íslenskra bílablaðamanna er Jaguar I-Pace bíll ársins 2020.

Jaguar I-Pace er fyrsti hreinræktaði rafbíllinn sem kjörinn er Bíll ársins á Íslandi og hlýtur Stálstýrið. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur staðið að vali á bíl ársins á Íslandi allt frá árinu 2004. Að þessu sinni voru 27 bílar í forvali. Það eru ekki einungis íslenskir bílablaðamenn sem hafa hrifist af Jaguar I-Pace því í apríl á þessu ári var hann útnefndur Heimsbíll ársins af dómnefnd 86 bílablaðamanna frá 24 löndum.

Í flokk minni fjölskyldubíla voru VW T-Cross, Renault Clio, Toyota Corolla og Mazda 3. Í flokki stærri fjölskyldubíla MercedesBenz B, Mercedes-Benz CLA, Lexus ES, Toyota Camry, Citroen C5 Aircross og Peugeot 508.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.