*

Bílar 10. september 2013

Jaguar jeppi en enginn frá Bentley

Jaguar frumsýndi jeppa á bílasýningunni í Frankfurt sem hófst í dag, þann fyrsta í 91 árs sögu fyrirtækisins.

Jaguar frumsýndi í dag nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfurt , þann fyrsta í 91 árs sögu fyrirtæksins. Reyndar er nær að kalla hann jeppling og er hann enn á hugmyndastigi.

Jaguar segir að bílinn sé hluti af nýrri hönnun fyrirtæksins og gefi því tækifæri á að breikka vöruframboðið. 

Óhætt er að segja að bíllinn sé ekki sá fallegasti í Frankfurt og hreint ekki í takt við vel heppnaða hönnun á undanförnum árum.

Enginn Bentley jeppi

Það vakti athygli í dag að Bentely kom ekki með jeppann sinn til Frankfurt. Bentley menn segja að eigandinn, Volkswagen, hafi samþykkt smíði hans og hann komi á markað árið 2016.  Það bendir til að nýr jeppi verði um margt ólíkur tilraunaútgáfunni  EXP 9 F.