*

Bílar 23. nóvember 2016

Jaguar rafbíll í LA

Jauar i-Pace rafbíllinn, sem verið er að frumsýna á bílasýningu í Los Angeles, mun koma á markað árið 2018.

Jaguar i-Pace rafbíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles sem nú stendur yfir vestanhafs. Þessi laglegi sportjeppi mun koma á markað árið 2018.

Jaguar i-Pace nútímalega hannaður með sportlegar línur og flott innanrými. Þetta er hreinn rafbíll er með tveimur mótorum sem skila hvor um sig 200 hestöflum þannig að sportjeppinn er með samtals 400 hestöfl innanborðs.

Hann er með nóg af afli og fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4 sekúndum. Drægnin er tæpir 350 kílómetrar við bestu aðstæður samkævmt upplýsingum frá framleiðanda. Jaguar segir að bílllinn nái 80% hleðslu á 90 mínútum.

Stikkorð: Los Angeles  • bílasýning  • rafbíll  • Jaguar i-Pace