*

Bílar 6. mars 2018

Jaguar sýnir I-Pace í Genf

Breski bílaframleiðandinn leggur mikinn metnað í þessa nýjustu afurð sína sem er hreinn rafbíll.

Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem hefst í dag. Breski bílaframleiðandinn leggur mikinn metnað í þessa nýjustu afurð sína sem er hreinn rafbíll. 

I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með 90 kW rafhlöðu sem er unnt að hlaða upp í 80% á innan við 45 mínútum samkvæmt upplýsingum frá Jaguar. Drægni bílsins á rafmagninu er um 500 km. Sportjeppinn er mjög aflmikill en rafmótorinn skilar 400 hestöflum. Bíllinn kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. I-Pace verður mjög tæknivæddur með 6 USB tengjum og alls átta tæki geta verið tengd með 4G Wi-Fi í bílnum á sama tíma. 

Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins.