*

Menning & listir 18. maí 2013

Jakob Frímann leitar réttar síns gagnvart Busta Rhymes

Bandarískir rapparar virðast hrifnir af jazzbræðingi Jakobs Frímanns Magnússonar.

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og tónlistarmaður, ætlar að leita réttar síns gagnvart hinum heimsfræga rappara Busta Rhymes. Tilefnið er notkun Busta Rhymes á stefi úr lagi Jakobs, Burluesque in Barcelona, sem hann notar í laginu Doin it Again. Fjallað er um málð í Fréttablaðinu í dag.

Þar segist hann kannast vel við málið og að hann ætli að sýna gott fordæmi með því að leita til bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga," segir Jakob meðal annars. 

Burlesque in Barcelona hefur áður verið notað af rappara en Hi-Tek notaði það einnig án leyfið í laginu Round and Round í byrjun síðasta áratugar. Það hljómaði meðal annars í myndinni How High. Þá gerði Jakob Frímann ekkert í málinu. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend" hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert," segir Jakob en hann segir Busta geta bjargað sér út úr málinu með einum hætti. „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa" við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund."

Viðskiptablaðið hefur til gaman tekið saman lög þeirra félaga og geta lesendur því hlustað á hvernig stef Jakobs hljómar í útgáfu Busta Rhymes. Útgáfa Hi-Tek fær einnig að fljóta með.