*

Bílar 15. febrúar 2015

James bond ekur um á Aston Martin DB10

Bond mun einnig aka um á öðrum bíl sem aldrei fór í framleiðslu. Það er hugmyndabíllinn Jaguar C-X75.

Tökur eru hafnar á nýjustu James Bond myndinni, Spectre. Myndin er 24. myndin um njósnara hennar hátignar. Það er alltaf mikil eftirvænting hvaða bílum Bond ekur um á. Síðasta mynd hans, Skyfall, var vonbrigði í þessum skilningi. Nú hefur verið staðfest að Bond mun aka á Aston Martin DB10. Sá bíll er reyndar ekki til heldur sýnir hann framtíðarhugsun þeirra Aston Martin-manna.

Bond mun einnig aka um á öðrum bíl sem aldrei fór í framleiðslu. Það er hugmyndabíllinn Jaguar C-X75 sem frumsýndur var í París árið 2010 og er búinn 800 hestafla vél. Að auki mun Bond aka um á bílum sem hafa sést áður í Bond myndum. Annar er ofurútgáfan af Range Rover Sport, sem kallast SVR og hinn er upphækkaður Land Rover Defender og kallast Big Foot.

Stikkorð: Range Rover  • Jaguar  • Aston Martin  • James Bond