*

Menning & listir 13. desember 2013

James Bond er drykkjurútur

Hinn ástsæli og dáði njósnari, James Bond, er ekkert annað en alki sem mun líklega deyja fyrir aldur fram.

Læknar sem hafa rannsakað drykkjumynstur hins ástsæla James Bond, njósnarans úr sögu Ian Fleming, segja hann ekkert annað en drykkjurút og eigi á hættu að deyja fyrir aldur fram.

Það voru læknar í Derby og Nottingham sem lásu 14 Bondsögur og nóteruðu allt sem hann drakk. Fyrir utan 36 daga sem Bond sat í fangelsi, var á spítala eða í endurhæfingu þá drakk hann 1150 drykki á 88 dögum í einni sögunni. Þetta eru 92 drykkir á viku sem eru um fimm vodka martíní drykkir á dag sem er fjórum sinnum meira en mælt er með fyrir karlmenn í Bretlandi.

Læknarnir taka fram að hver sá sem drekkur eina og hálfa léttvín á dag eigi ekki að bera ábyrgð á kjarnorkusprengju svo dæmi séu tekin. Niðurstöður læknanna voru birtar í hátíðarútgáfu British Medical Journal.

Nánar er fjallað um Bond og drykkjuna hér á BBC.

Stikkorð: áfengi  • Vín  • Drykkja  • James Bond