*

Hitt og þetta 10. september 2018

Jamie Oliver elti uppi innbrotsþjóf

Jamie Oliver brást snarlega við þegar reynt var að brjótast inn í heimili hans í Lundúnum.

Það á ekki af veitingamógúlnum Jamie Oliver að ganga. Veitingakeðja hans, Jamie´s Italian, hefur rambað á barmi gjaldþrots. Á síðustu árum hefur Oliver lagt keðjunni til 12,6 milljónir punda í aukið hlutafé og 12 af 43 veitingastöðum keðjunnar hefur verið lokað til að halda rekstrinum gangandi.

Í síðustu viku reyndi svo óprúttin aðili að brjótast inn á heimili Jamie Oliver í norður Lundúnum á meðan Oliver, eiginkona hans og fimm börn voru á heimilinu að því er BBC greinir frá.

Oliver er sagður hafa brugðist snarlega við og elt hrappinn uppi og handsamað áður en lögreglan kom á vettvang.  

Lögreglan handtók manninn í kjölfarið en sleppti stuttu síðar. BBC gefur því í skóna að það hafi annað hvort verið vegna skorts á sönnunargögnum eða andlegra veikinda mannsins.

Stikkorð: Jamie  • Oliver