*

Ferðalög 20. janúar 2014

Japanskt flugfélag hneykslar með auglýsingu – Myndband

Ljóshærð hárkolla og langt gervinef í auglýsingu japanska flugfélagsins ANA hafa vakið hörð viðbrögð útlendinga í Japan.

Japanska flugfélagið ANA hefur vakið upp hörð viðbrögð vegna 30 sekúndna auglýsingar sem átti að vekja athygli á flugáætlun flugfélagsins.

Í auglýsingunni standa tveir starfsmenn flugfélagsins og ræða sín á milli um hvernig megi gera ímynd flugfélagsins alþjóðlegri til að festa flugfélagið betur í sessi alþjóðlega.

Þá segir annar starfsmannanna: „Breytum ímynd Japana.“ Þá svarar hinn: „Ok“ og er þá skyndilega kominn með ljóshærða hárkollu og langt nef.

Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð enskumælandi fólks á samfélagsmiðlum í Japan. Hún þykir bera vott um kynþáttafordóma út í Vesturlandabúa eða bara alla þá sem ekki eru japanskir.

Flugfélagið hefur viðurkennt að hafa fengið kvartanir og þá aðallega frá útlendingum en auglýsingin er ennþá í birtingu.

The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni en hér má sjá auglýsinguna:

Stikkorð: Japan  • Kynþáttafordómar  • ANA
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is