*

Menning & listir 4. júní 2019

Jay-Z fyrstur yfir milljarðinn

Jay-Z er fyrsti rapparinn til að vera metinn á yfir milljarð dollara.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Shawn Corey Carter, betur þekktur sem Jay-Z er metinn á rétt rúmlega milljarð dollara samkvæmt bandaríska tímaritinu Forbes. Er hann þar með fyrsti rapparinn sem nær því að vera metinn á yfir einn milljarð dollara. 

Samkvæmt Forbes hefur auður rapparans vaxið meira en annara þar sem hann hefur sjálfur byggt upp vörumerki á borð við streymisveituna Tidal í stað þess að fá einungis greitt fyrir að auglýsa þær. 

Heildarvirði heimilismanna á heimili rapparans hefur þó í nokkur ár verið yfir einum milljarði dollara en hann er giftur bandarísku stórsöngkonunni Beyonce sem sjálf er metinn á um 335 milljónir dollara. Eru þau hjónin því metin á vel yfir 1,3 milljarða dollara. 

Flestir sem þekkja til hip hop tónlistarmanna hefðu eflaust giskað á að rapparinn Dr. Dre, sem var einn af stofnendum hljómtækjafyrirtækisins Beats sem var selt fyrir til Apple fyrir um 3 milljarða dollara árið 2014, væri metinn á yfir milljarð en samkvæmt Forbes er hann „einungis“ metinn á 770 milljónir dollara.