*

Menning & listir 9. ágúst 2016

Jazzhátíð Reykjavíkur hefst á morgun

Uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistamanna verður haldin dagana 10-14 ágúst í Hörpu.

Eydís Eyland

Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin dagana 10-14 ágúst í Hörpu. Jazzhátíðin er uppskeruhátið íslenskra jazztónlistamanna og er blásið til þessarar veislu í 27. sinn.

Meðal þeirra listamanna sem stíga á svið eru Tómas R. Einarsson, Sigíður Thorlacius & Bógómíl Font. Ítarlegri dagsskrá má finna á www.reykjavikjazz.is.

Hægt er að kaupa passa á alla hátíðina, dagpassa eða miða á staka tónleika. Atriði í Kaldalóni og Budvarssviði eru ókeypis.

Stikkorð: Harpa  • Tómas R. Einarsson  • Jazz  • Jazzhátíð