*

Bílar 26. maí 2021

Jeep Wrangler Rubicon frumsýndur

Plug-in hybrid útfærslan af Jeep Wrangler Rubicon 4xe verður frumsýnd í sýningarsal ISBAND á laugardaginn.

Róbert Róbertsson

Hinn goðsagnakennda jeppi, Jeep Wrangler Rubicon 4xe, verður frumsýndur í Plug-in-Hybrid útfærslu næstkomandi laugardag. Þetta ætti að gleðja alla jeppaáhugamenn enda flottur jeppi hér á ferð.

Wrangler Rubicon 4xe er öflugur jeppi. Tengiltvinnvélin samanstendur af 2 lítra bensínvél og rafmótor, og skilar alls 373 hestöflum 637 Nm í tog. Þá eru 100% driflæsingar eru að framan og að aftan. Auk þess er bílinn með lágt drif og aftengjanlegri jafnvægisstöng að framan. Vaðhæð jeppans er 70 cm.
Wrangler Rubicon 4xe mun kosta frá 9.490.000 krónum. Bílinn er er frumsýndur í Launch Edition útfærslu með ríkulegum staðalbúnaði en sú útfærsla hentar einstaklega vel til breytinga. Í boði eru 35"-40" breytingapakkar frá breytingaverkstæði ISBAND.

Á sýningunni verður einnig forsýning á nýjum Jeep Compass Limited 4xe Plug-In-Hybrid, en hann kemur nú með nýrri innréttingu og enn ríkulegri aukabúnaði en áður. Þá verða til sýnis Jeep Renegade Trailhawk 4xe Plug-In-Hybrid, Jeep Grand Cherokee óbreyttir og 33"-35" breyttir og RAM 3500 pallbílar með 35, 37" og 40" breytingu.

Sýningin er í sýningarsal ISBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og er opin á milli kl. 12-16 á laugardag. ISBAND er umboðsaðili Jeep á Íslandi.